15 apríl 2007

Tónleikar í Keflavík

Sælar Sínur!
Á morgun, mánudaginn 16. apríl ætlum ég og Gugga að fara á tónleika í Keflavíkurkirkju. Þar munu Stebbi og Eyfi flytja sín helstu og þekktustu lög. Tónleikarnir byrja klukkan 20:30. Við ætlum að fá okkur besta kjúklingasalat í heimi á Duus fyrir tónleika klukkan 19:00 sem þýðir að við ætlum að leggja af stað úr bænum klukkan 18:00.

Gugga ætlar á bíl. Enn eru þrjú sæti laus í bílnum. Langar þig með?

kv. Janus

1 ummæli:

Jökulnornin sagði...

Þakka gott boð en sökum þess að vísakortið mitt hefur verið innkallað (Guð má vita hvers vegna) verð ég að afþakka :o(
En óska ykkur sem fara ómældrar skemmtunar og gleði ... þetta verður örugglega æði!