19 apríl 2007

Hæhæ og hóhó, húsfreyja veit ei hvað ég heiti!

Ég er stundum kölluð Bóla, stundum Jökulnornin.
Ég var í NYC um daginn og hafði það ólýsanlega notalegt. Borðaði það sem mig langaði í, drakk það sem mig langaði í, keypti það sem mig langaði í og slappaði af. Ekkert stress og engin hlaup og engin læti. Oh, þetta var svo æðislegt. Nú eru bara 7 vikur í næstu utanlandsferð. Þá fer ég til Edinborgar í landi Skota með vinnufélögunum. Við erum búin að safna miklum peningum og þurfum varla að borga neitt nema bjórinn sem við drekkum.
Ég er að taka til hjá mér og rakst á geisladiska með "gömlum" sveinsínumyndum á. Ég setti þær á myndasíðuna, í hlíðar-albúmið og ýmislegt-albúmið. Svo gerði ég líka nýtt albúm sem heitir leyndó og þær myndir eru ekki enn búnar að fá birtingarleyfi. Skoðið þær og gefið grænt ljós, fyrr set ég þær ekki á netið.
Er farin að sakna ykkar. Hlakka til að hitta ykkur næst!

es.Jana, hvenær ætlarðu að setja inn þínar Glaskó-myndir?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh...frábært að heyra af NYC ferð. Ég er einmitt að gera mig klára fyrir Köben í dag....

Flottar myndir, var að skoða.
Saknaðarkveðja frá mér til ykkar kæru Sveinsínur.

Jökulnornin sagði...

Góða skemmtun í Köben elskan!

Tilvera okkar.... sagði...

Hæ hæ...ég get ekki sett inn myndirnar mínar. Ég og Gugga erum búin að fara yfir þetta nokkrum sinnum og það bara virkar ekki hjá mér.....sorrý :) Þú verður bara að kíkja í heimsókn og skoða myndirnar mínar.
Kv. Janus

Gugga sagði...

Hæ. Æðislegar myndir, ég var í hláturskasti hérna. Kýs myndina af Jökulnorninni sem tekin er í draugastemmingu í Landmannahelli bestu myndina. Annars finnst mér leindó myndirnar varla vera birtingarhæfar. Legg til að þessar hauslausu og smekklegasta hópmyndin fari inn....já og þessi gvöðdómlega af Ingveldi.
Dýrið kveður

Nafnlaus sagði...

Hvar eru þessar leyndó myndir??
Gaman að skoða hinar, ég kýs myndina af mér og brósa í réttunum þá bestu. Eitthvað svo íslensk og sveitó.