
Vonandi hafið þið það sem allra best yfir páskahátíðina. Mömmumatur og páskaegg frá Nóa, hvað er betra? Gaman væri að fá að vita hvaða málshætti við Sínurnar fáum þessa páskana, hlakka til að heyra.
Læt hér súkkulaði málsháttinn fylgja: Mínútu í munni, mánuð á mjöðm!!! Hehe
2 ummæli:
Tek undir kveðjuna, gleðilega páska allar mínar kæru sveinsínur. Ég fékk einn málshátt í gær, man hann hreinlega ekki. Málshættirnir margir hverjir í dag eru svo nýmóðens að maður bara er ekki komin með þá í minnið.
að öðru, gaman að sjá Sirru á forsíðu fréttablaðsins:)
Knús og kveðja
....ég fékk engan málshátt, enda fékk ég ekkert páskaegg :) Sá samt eftir á að hægt var að kaupa lakkrís páskaegg....prófa það kannski á næsta ári.
Ég heyrði málshátt í fyrra sem mér finnst vera það góður að ég ætla mér ekki að láta neinn annan koma í stað hans.
Málshátturinn var svona:
Döpur er dráttlaus kona :)
Vona að páskarnir hafi verið ykkur ánægjulegir :) og ekki er ráð nema í tíma sé tekið.....
....Þegar forkeppni júróvisíon verður haldin er heimboð hjá mér eins og hefur verið síðustu ár!!
kv. Jana
Skrifa ummæli