Sælar Glasgóur og takk fyrir síðast.
Sælar Sveinsínur og gaman að vera komin heim til ykkar.
Þetta er nú engin ferðasaga heldur ætla ég bara að láta ykkur vita að allar myndirnar mínar eru komnar inn á myndasíðuna okkar....og þá meina ég allar. Engin mynd var fjarlægð og engri mynd breytt.....enda þurfti þess ekki þar sem Sveinsínur eru alveg einstaklega glæsilegar.
Við byrjum á flugvellinum og þaðan siglum við beint á írska pöbbinn. Eftir hann koma engar myndir því þá eyddu Sveinsínur allri sinni orku í að versla eins og brjálæðingar og vera þjóð sinni til sóma. Við rétt meikuðum svo að bera pokana aftur á hótelið og það eina sem gert var um kvöldið var að fara út að borða á The Filling Station.
Föstudagurinn byrjar á morgunmat á Starbucks og skoðunarferð á hinum klassíska tveggja hæða búss. Að henni lokinni átti að hita sig upp (já það var dáldið kalt) á elsta pöbbnum í Glasgow, The Horse Shoe Bar en þar var troðið og leiðinlegt og því enduðum við á því að hlýja okkur á The Drum and Monkey sem varð "okkar" bar. Á leiðinni heim tókum við eftir því að sumir voru að flýta sér að klæða sig í nýju fötin sín um morguninn og höfðu því gleymt að taka miðann af! Um kvöldið borðuðum við á Kama Sutra, alveg einstaklega dónalegum veitingastað þar sem Margrét og Kristín brugguðu nornaseið. Maturinn bragðaðist þó alveg suddalega vel, svo vel að stuttu seinna þurftu allar Sveinsínur nema tvær að fara heim að sofa sökum átsýki.
Eftir morgunmat á sunnudag læddumst við í síðustu búðirnar, sáum bráðefnilegan sekkjapípuleikara, sem by the way höstlaði á Burger King seinna um daginn og enduðum svo að sjálfsögðu á The Drum and Monkey í bjórþamb og haggis át. Já og orð ferðarinnar er KJÖT!! Við ákváðum síðan að skreppa á hótelið með síðustu pokana og sjæna okkur til fyrir kvöldið en það gekk hálf brösulega þar sem veðurguðirnir voru staðráðnir í því að senda okkur öfugar til Íslands aftur slíkur var mótvindurinn. Tvær Sveinsínur ákváðu að heiðra Mastercard kortin sína, sem stóðu sig afskaplega vel alla ferðina með því að láta taka af sér Mastercardauglýsingamynd fyrir utan hótelið. Þær hafa svo hug á því að senda myndina til Kreditkorta og athuga hvort þær fái ekki afslátt á næsta reikning. Við enduðum svo kvöldið á því að fara á The Corrinthian Restaurant and Club í suddalega góða máltíð í alveg hrikalega flottu umhverfi. Kvöldið áður stóðum við á blístri en þarna stóðum við á öndinni enda bara kjúklingur og naut í matinn. Vil benda sérstaklega á nokkrar myndir af Sveinsínum að taka myndir af sjálfum sér.....enda orðnar kátar þegar þarna var komið. Reikningurinn hljóðaði upp á 256 pund með tips og öllu sem þykir ekki mikið fyrir svona svakalega máltíð, fordrykki og fleira. Að lokum skruppu Sveinsínur yfir á klúbbinn sem er í sömu byggingu og þar var fallegt um að líta, hvort sem litið var fram eða upp. Sveinsínur voru svo að tínast heim frá rúmlega miðnætti til fjögur og voru einhleypingarnir með besta úthaldið eins og við var að búast.
Á sunnudagsmorgni var lítið hægt að gera annað en að pakka niður og dáðst að poka og kassahrúgunni sem búin var að myndast við útidyrnar. Hrúgan gefur skýrt til kynna hversu góðum árangri við náðum í fatakaupum og almennri neyslu og eyðslu, enda heldur slíkt iðulega í hendur með góðri skemmtun og gleði og óhætt að segja að ferðin hafi heppnast fullkomlega í alla staði.
Nú er bara um að gera að byrja að safna fyrr næstu ferð sem verður farin í tilefni 35 ára Sveinsinu að fimm árum liðnum.......augljóslega....
Þetta varð nú eiginlega smá ferðasaga á endanum því þá skýra myndirnar sig ennþá betur.
4 ummæli:
Heyr, heyr!!! er ekki ráð að halda upp á 32 og hálfs???
kv. Jana
djöfuls stuð hefur verið á ykkur, öfunda ykkur geðveikt.flugvélin hefur greinilega hafist á loft, þrátt fyrir allan varninginn sem verslaður var.sjáumst síðar, helga flosa hin framvaxna.
Þetta hefur bara verið geggjað, gaman að skoða myndirnar.
Sjáumst, kveðja, Ósk
Bíðum við, bíðum við ... var Gugga sú eina sem hafði myndavél með í för? HVar eru allar fyllirýismyndirnar? Allir sætu strákarnir? Allur bjórinn? Allt djammið?
Skrifa ummæli