
Hvernig líst ykkur á að taka með mér 10 km hlaupið? Við höfum fjóran og hálfan mánuð til að æfa og eins og við vitum þá er allt þrítugum fært ; ). Við gætum t.d. hist einn og einn sunnudag, kíkt í kringum Hafravatnið og jafnvel vígt vöfflujárnið mitt. Hvað segið þið, tilbúnar til að koma og taka á því??? Og svo er auðvitað Brúarhlaupið góða í lok sumarsins, ví-hí við mössum þetta, ekki satt ;=)
http://www.marathon.is/pages/home/reykjavikurmarathonglitnis/
4 ummæli:
Þeir sem mig þekkja vita að ég mun aldrei taka þátt í Maraþoni svo ég segi pass við þessari góðu hugmynd.
Segi sama og Ingveldur hér að ofan: þeir sem þekkja mig vita að ég mun aldrei taka þátt í Maraþoni. Nema maður megi vera með 2 til reiðar.
Ekki séns. Tek ekki þátt í svona vitleysu :)
Common!!! Stelpur, hvar er betra tækifæri til að horfa á stælta karlmannsrassa!!!!!!!!!!!!!
Skrifa ummæli