Ég er lasin. Ef hægt er að kalla stíflaðar ennisholur og viðeigandi höfuðverk veikindi. Svo ég hangi heima og læt mér leiðast. Svo virðist sem ég hafi ekkert þarfara að gera en vera fyrir framan tölvuna og vafra um veraldarvefinn. Er það ekki jafn gott og hvað annað þegar maður er lasinn? Kannski ég taki fram myndaalmbúmin og skannann og leggi drög að hrellingum afmælisbarnsins.
Góðar stundir!
2 ummæli:
Láttu þér batna hjartagull.
Sömuleiðis...leyfðu ljúfum tónum strákanna úr bakstrætinu að syngja frá þér flensuna :)
Hlakka til að sjá þig á laugardaginn, fyrr eða síðar :)
kv. Janus
Skrifa ummæli