
Nú þurfið þið að bretta upp ermarnar og hjálpa mér að hafa upp á Jude Law en hann lenti á Íslandi í gær og mun dvelja hér í nokkra daga. Hvar er hann ó og ó minn draumaprins???
Þetta eru örlögin að taka í taumana, þau munu leiða okkur saman að lokum eins og ég hef alltaf trúað á. Hann er loksins kominn til mín. Búið ykkur undir brúðkaup í sumar í Hollywood.
7 ummæli:
En þú veist að þá verður þú stjúpmamma. Hann á fullt af gríslingum.
Hvað gríslingana varðar þá er bara að ráða nógu helv. ljóta barnapíu og málið er dautt. Og þá getur Ingveldur notið Jude í ró og næði.
Jude, eins guðdómlegur og hann er, þá er hann raðframhjáhaldari. Hann er eins og gamall hundur, venjum hans verður ekki breytt! Sorry :(
Ég hef fulla trú á því að þegar hann hitti þig mun hann aldrei horfa á aðra konu. Mig langar til Hollywood :)
kv. Janus
Usss börn og framhjáhald skipta mig ekki máli. Jude má halda fram hjá mér eins og honum sýnist meðan hann fer ekki frá mér vegna hinna kvennana....sem ég tel ólíklegt því það eru fáar jafn "hot" og ég.
Hann er bara allt of sætur. "If you want to be happy for the rest of your life, never make a pretty guy your husband. So from a personal point of wiew, get that ugly dog to marry you." (texta snarað upp á hitt kynið).
hvað haldið að hann fari að taka framhjá kellu.ég man nú ekki betur en skvísan sé ansi sleip í glímunni, svo hún tekur hann bara á klofbragði og hann sér ekki aðra konu framar.
Skrifa ummæli