11 febrúar 2007

Afmæli

Jæja Sínur mínur! Þá er að koma að því.
Ég er að verða 30 ára og er hreinlega farin að hlakka til að ná þessum merka áfanga :)

Mig langaði bara að biðja ykkur að taka frá, ef möguleiki er á, laugardaginn 24 febrúar. Þá ætla ég að hafa morgun/hádegisverðaboð hérna í íbúðinni minni í Hverafoldinni. Kannski gætum við svo gert eitthvað skemmtilegt eftir matinn til dæmis farið í gönguferð saman, eða í Bláa lónið eða bara í sund.

Þegar líður að kvöldi gætum við svo kíkt í miðbæinn :) og skálað þar þegar klukkan smellur fram yfir miðnætti og afmælisdagurinn minn rennur upp þ.e. 25 febrúar :)

Nánara boð kemur síðar. En alla vega takið frá hádegið þann 24 febrúar :)

kv. Janus

5 ummæli:

Gugga sagði...

Já....tek hann frá.

Nafnlaus sagði...

Cool, tek hann frá.

Nafnlaus sagði...

Jibbý kóla - ég mæti.

Nafnlaus sagði...

Ég mæti en það gæti orðið götótt mæting. Ég er að vinna um morguninn svo þarf ég að fara í barnaafmæli um kaffileytið. Þannig að ég fer í vinnuna, svo til þín, í barnaafmæli og svo aftur til þín.

Nafnlaus sagði...

Ég kemst til þín í morgun/hádegisverð en er svo upptekin um daginn og kvöldið- því miður. Hlakka til að hitta ykkur. kveðja, Kristín Birna