15 nóvember 2006

Stúlkur...

Ég er að hugsa um að halda kokteilboð næstkomandi föstudagskvöld (17. nóv) í húsakynnum mínum að Eggertsgötu. Ég á eftir að ákveða þema boðsins(brjóstaskora og grænn litur eru búin) en eitt er víst að í boði verða kokteilar.
Hvernig hentar þessi dagsetning ykkur, ef þið eruð flestar uppteknar færi ég það líklega til um viku. ?

kv. Ingveldur

5 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

ég get komið, nýbúin með foreldradag í feiknastuði :)

Gugga sagði...

Ég kem...alveg pottþétt...útbúin samkvæmt þema.

Nafnlaus sagði...

Hugsa ég komi ekki - svona er að vera mamma með barn á spena, "gríðarleg viðbrigði" eins og einn meðlimur Sveinsínu segir. Ég væri samt alveg til í að koma og hitta ykkur í kjaftagangi en sjáum bara til. Alla vegana þarf ekki að gera ráð fyrir kokteilum fyrir mig í þetta sinn, bæti það bara upp seinna :o)
Kveðja,
Margrét Harpa

Sveinsína sagði...

Ég kem ekki, er bókuð. En góða skemmtun :)

Nafnlaus sagði...

Æ andsk... næstu tvær helgar eru yfirbókaðar hjá mér. En góða skemmtun stelpur og skál í boðinu.