21 nóvember 2006

Í fyrradag...


....átti hin stórfenglega Ingveldur afmæli. Hún tók viðburðinum með jafnaðargeði og nokkru magni af áfengi.

Takk fyrir glæsilegt óformlegt kokteilboð.

-Gugga

p.s. smellið á rammann til að sjá myndina.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Inga er alltaf langflottust eins og þessi mynd ber með sér. En nú þegar við erum víst allar orðnar 29 ára er þá ekki spurning um að breyta titlinum á síðunni??? Hvað varð sömuleiðis um myndasíðuna og tenglana?? Ég býð mig ekki fram í það að laga þetta, enda bloggerfötluð.

Tilvera okkar.... sagði...

Linkarnir eru einhverja hluta vegna neðstir á síðunni, en þetta stendur til bóta því Janus heldur að hún kunni að laga þetta :)

Nafnlaus sagði...

Ég þakka fyrir þessa fallegu mynd af mér og kæra afmæliskveðju.
Ófáum Cosmopolitan var torgað á Eggertsgötunni seinasta föstudag við mikla gleði, þ.e þegar uppskriftin var fullkomnuð og vodkajafnvægi komið á. Síðan var haldið á Ölstofuna þar sem afmælisbarnið var hertekið af eldri manni sem þurfti að hella úr skálum visku sinnar.
Afmælisdagurinn sjálfur á sunnudaginn var hinn rólegasti og fór í sveitastúss frekar en afmælisstúss, móðir afmælisbarnsins bakaði þó franska súkkulaðiköku.