Kæru vinkonur.
Þið eruð æðislegar!!! Mér þykir svo vænt um hvað þið voruð góðar við mig á laugardaginn. Þetta var frábær dagur, stemmningin svo ljúf og góð. Það sem mér fannst best við daginn var að þið voruð þarna allar saman komnar til að samgleðjast mér og eiga góðan dag saman, það var engin hæðni eða niðurlæging sem sumum virðist finnast eiga við þetta tilefni. Mér fannst frábært að fara í vitann, þetta var svona stund sem mætti alveg margfalda með 100 yfir æfina. Inga, mig langar til að eiga vísuna sem þú samdir. Værir þú til í að skella henni bara hér á vefinn?
Hnéð er ennþá að jafna sig! Ég hitti Jönu á sunnudaginn fyrir utan Pullarann og sýndist mér hún vera við sæmilega heilsu. Aðrar sem áttu við einhverja kvilla að eiga þetta kvöld vona ég að hafi náð sér! Sem betur fer small þetta blessaða hné saman og við gátum farið á Draugasetrið, ég var mjög fegin því mig hefur lengi langað að fara þangað.
Maturinn frá Menam var GEÐVEIKT góður, ætlaði aldrei að geta hætt að borða! Ég skemmti mér líka mjög vel á Pakkhúsinu þó það hafi verið afar vel „pakkað“. Maður lætur ekki svoleiðis á sig fá, tjúttar bara við þau lög sem eru spiluð, dansar í tagt við troðninginn, fær sér í nefið hjá Gumma frænda (hí hí...) og bara syngur hástöfum hvort sem maður kann textann við lögin eða ekki!!!
Bottom line er: TAKK TAKK TAKK og KNÚSI KNÚSI KNÚS!!! Þið eruð bestar!
Kveðja, Bríet.
6 ummæli:
DÍSÚS MAÐUR!!! Helv. undirskriftin! ARG! Hún kemur sjálfkrafa á allan póst sem ég sendi, það eru einhverjir tækniörðugleikar með þetta hér. Kann einhver að laga þetta hérna á blogginu? Plís, þetta er svo ótrúlega halló eitthvað.
Kveðja, Bríet.
Takk sömuleiðis fyrir frábæran dag. Hann hefði ekki getað orðið betri, sérstaklega þarna úti við vitann :)
Takk dömur fyrir frábæra samveru um helgina. Þessi notalegheit verða seint toppuð.
Takk sömuleiðis Bríet, þetta var frábær dagur í alla staði og ég held að við hefðum ekki getað átt notalegri stund saman.
Yndislegar fréttir:) Hvenær er stóri dagurinn?
Gangi þér allt í haginn,
knús, Ósk
Stóri dagurinn nálgast óðum, 23. september.
Skrifa ummæli