03 ágúst 2006

Verslunarmannahelgin

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina. Er enginn með neitt planað. Ef ekki þá er hægt að hafa eftirfarandi í huga:

Jana er búin að fá lánaðan tjaldvagn og bíl með kúlu til að draga meyjarskemmuna hvert á land sem er.

Samkvæmt veðurspá er skýjað og súld á öllu landinu á laugardaginn og því næsta víst að ekki verður farið mikið lengra út á land en á gömlu góðu Flúðir.

Kristjana og Guðbjörg munu leggja af stað á föstudagskvöldið um leið og Kristjana er búin að þvo af sér sjávarlöðrið og finna hentugan stað sem öllum Sveinsínum ætti að líka.

Ingveldur ætlar að vinna á Selfossi alla helgina nema á laugardagskvöldið og er búin að panta pláss í vagninum þá nótt.

Edda ætlar að vera innipúki í Reykjavík um helgina því hún ku víst vera á bakvakt ef upp skyldi koma hestakrísa í Mosfellsdal.

Aðalheiður er komin heim eftir yndislega helgi með Robbie og þráir ekkert heitar en kulda og rigningu. Hún hefur fengið það verkefni að plata Svenna út í sveit...vonandi að það takist því eftir því sem ég best veit hefur Svenni ekki farið í tjaldútilegu á Íslandi síðan 1998.

Hvar eru svo Halla, Ósk, Helga og fleiri?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég reikna með því að verða með annan fótinn heima um helgina, enda búin að vera ansi víðförul að undanförnu. Helga er búin að bjóða mér í teiti á laugardagskvöldið. Annað er óráðið.

Nafnlaus sagði...

Jæja, var að koma heim í gær eftir útlegð í sumarbústað síðustu daga. Verð ein heima með börnin alla helgina þar sem kallinn fór að passa mótmælendur við Kárahnjúka!! Kemst því ekki með ykkur, hefði pottþétt kíkt annars....svona er lífið ÓSANNGJARNT! En ég er heima við ef fólk á ferð langar að kíkja, allar velkomnar:)
Góða skemmtun og hafið það gott.
Kveðja, Ósk

Nafnlaus sagði...

Ákvað að slaufa Eyjum í þetta sinn. Helgin í lausu lofti svo ég kíki kannski á ykkur. Bæjó Kristín Birna