Sælar stúlkur. Ég rakst á dáldið skemmtilega setningu á flakki mínu um netið í dag.
Ingunn beygði sig og hneigði, reigði sig og sveigði, smeygði sér síðan úr fötunum og fleygði sér í laugina.
Að öðru.
Ég vil bjóða Sveinsínum til kvöldverðar fimmtudaginn 7. september 2006 klukkan 19. Veit að fyrirvarinn er helst til langur en við höfum um svo margt skemmtilegt að ræða. Það er kominn tíma á að skipuleggja ÞRÍTUGSferðina okkar, fá það á hreint hvenær við ætlum og hvert. Kennarabústaðir eru lausir til umsóknar og við þurfum einnig að finna dagsetningu fyrir góða sumarbústaðarferð í vetur. Ef tími gefst verður farið yfir önnur mál, karlamál, ummál og neðanmál.
Sé ykkur vonandi allar.
-Gugga úberskipulegger
8 ummæli:
Janus kemur!!!
Go Gugga íslenskufræðingur, þetta var aldeilis fróðleg færsla. Og að sjálfsögðu þygg ég gott boð um átveislu.
ég mæti
Ætti að komast, kallinn á dagvakt...
Hef tekið kvöldið frá :o)
Ég þarf kannski að draga mig til baka úr þessu boði. Ég fer í lengri leit en áður þ.e ég fer í Norðurleit í staðinn fyrir inn að Skeiðamannafitum eins og vanalega og þarf að leggja af stað 8. sept (í staðin fyrir 11 sept. eins og vanalega) svo ég hugsa að ég verði heima að búa mig frekar en að mæta í matarboð.
Allir að mæta svo í réttir 16.sept.
Þakka gott boð, ég mæti
anonymous er Kristín Birna
Skrifa ummæli