28 júlí 2006

Haustundirbúningur

Sælar Sveinsínur.
Hvernig hljómar spa, léttvín og léttar veitingar. Hugmynd mín er að við smölum okkur saman og látum gera tilboðspakka fyrir okkur í gott dekur. Við eigum það svo sannarlega skilið. Eftir dekur þá getum við hist heima hjá mér og skálað saman yfir léttum veitingum. Hugmynd að dagsetningu er lau. 16 september. Dæmi um dekur: http://www.laugarspa.is/
http://www.bluelagoon.is/
http://www.nordicaspa.is/
Ekki hika við að koma með hugmyndir.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi hugmynd hljómar mjög vel og ég er með ef þetta kostar ekki of mikið. En þessi dagsetning er líklega ekki góð því ég held að réttirnar séu þennan dag.

kv. Ingveldur

Gugga sagði...

Ég held einmitt að réttirnar séu þessa helgi...frekar en helgina áður. En ég er til í þetta helgina eftir bara :)

eddakamilla sagði...

Ég er að vinna aðra hverja helgi. Hvernig hljómar lau 29 sept.?

Nafnlaus sagði...

jú hann hljómar vel. En hefur þú einhverja hugmynd um verð, veit ég mun ekkert verða mjög rík í lok september.

Gugga sagði...

en hvað þá með 14. október? það gerist hvort eð er aldrei neitt í október.

eddakamilla sagði...

14 okt hljómar vel fyrir mig.