04 júlí 2006

Daðurmeistarinn

Eftir að hafa horft á annan þáttinn af þremur um Leyndarmál kynjanna sem sýndur er á mánudagskvöldum hjá Ríkissjónvarpinu þessar vikurnar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég er helvíti góð í daðrinu og gæti náð langt á hraðstefnumótum. Hvernig væri að við einhleypi hluti Sveinsína skelltum okkur á hraðstefnumót? Er slíkt í boði á Íslandi?
Eftir fyrsta þáttinn í trílógíunni sá ég líka að eðlishyggja á rétt á sér. Allt tal um að kynin séu eins í grunnin og kynjamunurinn sé kennt og lært fyrirbæri er bull. Heilagerðir kvenna og karla eru ólíkar og kynin bregðast á ólíkan hátt við sömu aðstæðum vegna þess. Ég á ekki von á að konur í kynjafræði í HÍ séu sammála mér, reyndar held ég að þær myndu hakka mig í spað fyrir að segja þetta, en svona eru hlutirnir bara.
Ég er jafnréttissinni en ekki femínisti. Sömu laun fyrir sömu störf og það á að ráða fólk á einstaklingsgrunni, hæfileikum og getu en ekki eftir því hvort viðkomandi hefur typpi eða brjóst. En svo má deila um það hvort henti betur kvenheili eða karlheili í viðkomandi starf. Karlar ráðast frekar í stjórnunarstöður því þeir sækjast frekar eftir því. Þeirra heilagerð er þannig, þeir eru meiri keppnismenn og testósterónið í líkama þeirra gerir það að verkum að þeir vilja stjórna, hafa yfirráð. Konur (flestar) hafa ekki þessa þörf og sækjast síður eftir því að hafa völd og ábyrgð. Svo má reyndar deila um hvort það sé algerlega sökum heilagerðar eða að hluta einnig vegna lærðrar hegðunar.

En ég mæli með hraðstefnumótum þar sem ég mun bera höfuð og herðar yfir aðra þátttakendur, á góðum degi ...

Góðar stundir!

2 ummæli:

Gugga sagði...

Hraðstefnumót voru vinsæl bóla fyrir um tveimur árum síðan. Hugsa að sú bóla hafi sprungið með látum og ekkert hafi orðið eftir af henni.

Nafnlaus sagði...

Þú sást nú hvað urðu mörg pör til eftir hraðstefnumótið í þættinum. EKKERT. Sem styður kenningu Guggu um að slík stefnumót séu bara prump. Góða helgi annars og vonandi ber vel í veiði hjá þér Alla mín ;-)