02 maí 2006

Sveittsínur...ferð númer 2

Jæja það eru að verða tvær vikur síðan nokkrar Sínur hlupu upp á Keilishól! Þá töluðum við um að fara í næstu ferð laugardaginn 6. maí sem er núna á laugardaginn. Hvernig er staðan á mannskapnum þessa helgina? Eigum við að fara? Eigum við að fara á laugardag? Eigum við að fara á sunnudegi? eða hvað?

5 ummæli:

Gugga sagði...

Já ég er til. En ég verð að vera komin til baka upp úr 17 þar sem þessir blessuðu Manchester-tónleikar byrja klukkan 17.30.

Gugga sagði...

Breytt áform. Þarf að vera komin til byggða klukkan 19. Mér finnst að við ættum að skella okkur á þetta.

Tilvera okkar.... sagði...

Ég er til...þá förum við bara tvær!

Nafnlaus sagði...

ég verð í sveitinni, þunn eftir Todmobile að taka á móti lömbum. :)

Gugga sagði...

Passaðu þig á því að festa ekki hendina.