Ég á boðsmiða fyrir tvo á Nasa í kvöld á geggjaða tónleika...og mig vantar félaga.
Þetta eru tónleikar með Mezzoforte og Ife Tolentino, sem er brasilískur bossanova listamaður (frægur) og auðvitað þekkja allir Mezzoforte. Tónleikarnir byrja um kl. 21 og standa til miðnættis. Þetta eru öðruvísi tónleikar og ég veit að þeir verða góðir, þetta er byrjunin á Tónlistarhátíðinni Vorblóti sem verður um helgina (erlendir blaðamenn hafa sýnt henni mikinn áhuga). Einn miði á tónleikana kostar um 3000 kr svo það er til mikils að vinna, fyrstur kemur fyrstur fær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli