Lesendur New Woman sem í febrúar völdu 100 kynþokkafyllstu karlmenn dagsins í dag eru nú búnir eða búnar að velja 100 fallegustu konur allra tíma.
Hér kemur topp 20 listinn:
1. Audrey Hepburn (að sjálfsögðu, ekki spurning)
2. Grace Kelly (ég meina hún varð líka prinsessa...eða furstaynja)
3. Cindy Crawford (aðalbomban á okkar unglingsárum)
4. Sofia Loren
5. Marilyn Monroe (bara í 5. sæti?)
6. Angelina Jolie (fyrsta samtímakonan)
7. Catherine Zeta Jones (kelling!!)
8. Díana prinsessa (það er gott að vera prinsessa...þá kemst maður á listann)
9. Halle Berry (hún mætti alveg vera ofar á listanum)
10. Scarlett Johannsen (er hún 35? er hún 30? er hún 25? er hún 20? eða er hún bara 18?)
11. Kate Moss (dópistar eru líka sætir!!)
12. Elizabeth Taylor (já það væri nú skrítið ef Kleópatra fengi ekki sæti á listanum)
13. Cameron Diaz (ég bara fatta það ekki....hún er ekki einu sinni sæt)
14. Vivien Leigh (bara út af Á hverfanda hveli)
15. Charlize Theron (ljóshærð og bronslituð.....góð blanda...hvar fær maður svona bronslit?)
16. Nicole Kidman (næpuhvítt fólk getur líka verið fallegt!!)
17. Claudia Schiffer (fallegur þjóðverji....jú jú....allt er hægt)
18. Rita Hayworth (já maður skilur það nú...hafa ekki allir séð Shawshank?)
19. Ingrid Bergman (ég og mamma fílum hana)
20. Julie Christie (í sannleika sagt hef ég ekki hugmynd um hver það er)
Hvað finnst ykkur?
Hérna eru svo nokkrar sem ég rak augun í af ýmsum ástæðum:
26. Sienna Miller (skil ekki....mér finnst hún svo hrikalega leiðinega venjuleg)
33. Julia Roberts (ef hún væri meira í sviðsljósinu í stað þess að vera heima að ala upp börn ætli hún væri ofar á listanum?)
34. Catherine Deneuve (gullfalleg)
51. Mischa Barton (þú ert að grínast?!?!?!?)
68. Jordan (það er nú meiri hryllingsmyndin)
87. Juliette Binoche (hún mætti vera ofar)
99. Paris Hilton (hún rétt náði að troða sér inn á listann.....gat nú verið)
Hér sjáið þið svo listann.
2 ummæli:
Ég væri alveg til í Angelinu...grrrr!!!
Ég skil ekki alveg afhverju hún er svona ofarlega á listanum. Enn siður hvers vegna Mischa Barton er á honum yfir höfuð!
I would sleep with Scarlett any day!
Skrifa ummæli