02 febrúar 2006

Eintóm hamingja

Ég get glaðst yfir mörgu núna:

- Uppáhalds uppáhalds rithöfundurinn minn var að fá Íslensku Bókmenntaverðlaunin, ég bjóst ekki við því enda hefur hann yfirleitt ekki hlotið náð hjá snobb-menningarliðinu. Jón Kalman er svo sannarlega vel að þessum verðlaunum kominn enda einn besti rithöfundur sem Ísland hefur alið af sér.

- Það er þorrablót í sveitinni á laugardaginn, ef það verður jafn gott og þorrablót seinustu ca. 13 ára þá hef ég til mikils að hlakka. Verst að það verður enginn fylgisveinn með mér en ég hét mér því á seinasta ári að mæta með gæja upp á arminn þetta árið en það verður víst að bíða til næsta árs...eða þarnæsta. Kannski verður einhver "heitur" á blótinu....eða þannig.....allir piparkarlar sveitarinnar gengnir út. Það er ekkert jafnvægi í þessu í sveitinni, piparkerlingarnar hrúgast upp meðan piparkarlarnir fara bara og ná sér í eina útlenska...ekki sanngjarnt því útlenskir karlmenn sækjast ekki eftir því að koma til íslands, vinna í sveit og vera höslaðir af heimasætunni.
Ég og Alla verðum þarna hönd í hönd eins og oft áður og líklega verður pískrað um lespíu samband okkar......neeee Alla er nú alltaf með tvo til þrjá fyrrverandi vinnumenn í takinu á blótum svo hún mætir frekar á staðinn eins og kvenkyns Casanova.

- Það er gaman af því að ég er að bora í nefið yfir lokaritgerðinni minni. Skemmtilegt verkefni það.

-Rassinn á mér er orðinn stinnari en hann var fyrir tveimur mánuðum...svei mér þá ef líkamsrækt borgar sig ekki. Hef samt ekki lést um eitt gramm, enda er mataræðið við það sama...ís ís ís ís ís ís ís ´is ís ´si síss ísisisssssssss

- Ég ætla að hafa kjúklingapítu í kvöldmatinn, það er nú eitthvað til að gleðjast yfir.

- ...og og og JUDE LAW er á LAUSU og ég er að fara til London eftir mánuð...sjáum til hvað ég kem með heim upp á arminn. :)

3 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

hahaha....! Þetta var góð og skemmtileg færsla :) Pfff líkamsrækt eða ekki líkamsrækt þú verður (með Öllu) flottasta gellan á blótinu :)

Gugga sagði...

Það er svo gaman þegar rassinn stinnist :) Góða skemmtun á blótinu þið tvær.
Þar sem við Jana verðum skildar eftir er spurning um að gera eitthvað.........hvað segir Janus??

Tilvera okkar.... sagði...

ENDILEGA.....er reyndar að passa eina 16 ára glímudrottningu (tíhí) á laugardagskvöldið en hitt er á lausu :)