22 nóvember 2005

Tvö atriði!

Sjónvarpskvöld annað kvöld (miðvikudag) heima hjá mér. Maður verður bara að hafa einhvern til að tala við um modelin fallegu!! Var alveg að kafna ein heima síðasta miðvikudag yfir athugasemdum...því að ég er svört!!!!! Ég ætla að elda pasta (þó það sé tilboðsvika á KFC)....nei pasta skal það vera - kók og klaki og popp þegar líður á kveldið.

Í tilefni af nýjastu Sveinsínunni er hér bólfimi-lýsing á henni....velkomin Gurrý!

Steingeit(22.des - 19.jan)
  • Kynlíf og ást eru mjög mikilvægir þættir í lífi steingeitar en þeir fullnægja aldrei þörf hennar fyrir veraldlega viðurkenningu í rúminu
  • Kynlífsglatt stjörnumerki.
  • Steingeitin er raunsæ og rómantísk í rúminu.
  • Kýs hæfileikaríkan elskhuga með sterkt ímyndunarafl.
  • Stekkur aldrei inn í ný sambönd án langs undirbúnings.
  • Þegar steingeitin elskar loksins, elskar hún ákaft og af öllu hjarta.
  • Auðsærð í rúminu.
  • Er sjálfri sér næg í rúminu en leitar samt verndar sem hún finnur í góðu sambandi þar sem jafnvægi ríkir.
  • Þarf ást en óttast um leið sársaukann sem hún kann að valda.
  • Kynþokki hennar vex með aldrinum og sömuleiðis leikirnir sem fram fara í rúminu.
  • Gott úthald í rúminu.

Sjáumst á morgun.....Janus sem er og verður alltaf Sveinsína!!!

1 ummæli:

Sveinsína sagði...

Afhverju ekki KFC úr því að hann er á tilboði?