Í kynlífi tjáir fólk sig með líkamanum. Kynlíf er þó bæði líkamlegt og andlegt, hægt er að fullnægja kynhvötinni á annan hátt en að hafa samfarir, til dæmis með ástarorðum, augnatilliti, káfi, strokum, gælum, kitli og kossum. Allir hafa hugmynd um kynlíf. Sumir hafa sínar hugmyndir úr kvikmyndum sem oft gefa ekki rétta mynd. Kynlíf er yndislegt og fallegt með réttri manneskju á réttum stað og á réttum tíma. Með rangri manneskju, á röngum stað og á röngum tíma getur kynlíf verið ömurlegt og jafnvel hættulegt.
- Kynlíf er náið samband tveggja einstaklinga, karls og konu, konu og konu eða karls og karls.
- Kynlíf þarfnast virðingar og trausts.
- Kynlíf er mjög persónulegt og ekki eitthvað sem þú deilir með hverjum sem er.
- Kynlíf þitt kemur engum öðrum við (nema foreldrum þínum ef þú ert of ung(ur)).
- Strákar hafa ekki meiri kynþörf en stelpur, heldur er það einstaklingsbundið.
- Kynlíf er ekki skylda!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli