1. Hvenær vaknar þú á morgnana? Þegar vekjaraklukkan hringir eða um 8-9 klukkustundum eftir að ég sofnaði
2. Ef þú gætir snætt hádegisverð með einhverjum frægum, hver væri það? Kevin, Howie D., Brian, AJ og Nick
3. Gull eða silfur? Silfur.
4. Hver var síðasta myndin sem þú sást í bíó? Það er greinilega of langt síðan ég fór í bíó því ég man ekki hvað það var sem ég sá
5. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn? “So you think you can dance” og “Rockstar: INXS”
6. Hvað borðar þú í morgunmat? Seíós með léttmjólk og rúsínum
7. Hvað langar þig að gera þegar þú ert orðin stór? Ég er orðin stór, en er ekki enn búin að ákveða hvað ég vil verða
8. Geturðu snert nefið á þér með tungunni? Næ rétt svo í miðnesið á mér
9. Hvað veitir þér innblástur? Backstreetboys
10. Hvað er miðnafnið þitt? Backstreetboys-fan numero uno
11. Strönd, borg eða sveitasæla? Það er hvergi betra að vera en í sveitinni
12. Sumar eða vetur? Vor
13. Uppáhalds ís? Þeytingur með jarðaberjum, snikkers og trompi, 2/3 nýji ísinn sem er rjómakenndari og 1/3 gamli sem er kaldur og ferskur
14. Smjör, salt eða sykur á popp? Salt, annars er ég meira fyrir nachos
15. Uppáhaldsliturinn þinn? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
16. Hvað er best á samloku? Túnfiskssalat ef hún er köld. Skinka, ostur, sinnep og rjómaostur ef hún er heit
17. Hvert fórstu síðast í frí? Er búin að vera í veikindafríi í 5-6 vikur núna, telst það með?
18. Hvaða persónueiginleika fyrirlíturðu? Fyrirlíta smirirlíta. Is this a tric question? Eiginleikar í minni orðabók er eitthvað gott, kostir, eitthvað jákvætt og í minni orðabók er ekki hægt að fyrirlíta neitt sem er jákvætt og gott
19. Ef þú ynnir stóra pottinn í lottóinu, hversu lengi myndir þú bíða áður en þú segðir fólki frá því? Það fer eftir því hvað það tæki langan tíma að fatta að ég hafi unnið í lottó. Þegar því væri náð myndi ég segja öllum alveg strax
20. Sódavatn eða venjulegt vatn? Íslenskt vatn út krana í Gaulverjabæjarhreppi
21. Hvernig er baðherbergið þitt á litinn? Hvítt, grátt, svart, drapplitað (upptalning eins og innihaldslýsing, talið fyrst það sem er mest af og svo koll af kolli)
22. Hvað eru margir lyklar á lyklakippunni þinni? Einn á bíllyklakippunni, þrír á beljunni og tveir á tígrisdýrinu
23. Hvar ætlar þú að eyða ellinni? Í heilsárhúsinu mínu í landi Hlíðar í Grafningi við sultu- og saftgerð, og ljósmyndun og blómarækt
24. Getur þú jögglað? Hvað er það? Ég skil ekki svona útlensku
25. Uppáhaldsdagur vikunnar? Sunnu- og mánudagar
26. Hvítvín eða rauðvín? Mér finnst rautt betra en verð svo fjandi syfjuð af því að ég drekk það sjaldan
27. Hvernig eyddir þú síðasta afmælisdegi? Í vinnunni minnir mig
28. Ertu með líffæragjafarkort? Er það hægt á Íslandi?
29. Hvort myndir þú vilja eignast strák eða stelpu? Má maður segja bæði? Mér finnst bara bæði betra
30. Ertu feministi? Hnauts
31. Flottasti líkamhlutinn á hinu kyninu? “I plead the fifth”
32. Elskar þú einhvern? Jahá, Kevin, Howie D, Brian, AJ og Nick. Sprinkleeeeer!!!!!!!!!!!
3 ummæli:
"That was awesome ... "
Oh, þú skilur mig svo vel!
Skárra væri það nú, búin að þekkja þig í tæp 29 ár og svo ertu uppáhalds systir mín í þokkabót :)
Skrifa ummæli