Samkvæmt tímariti Fólksins í Bandaríkjum Noður-Ameríku (People’s magazine) er þetta hinn fullkomni karlmaður í dag, sá sem hefur allt sem þarf til að fá konur til að kikkna í hnjánum, falla í yfirlið eða skilja við þann sérstaka í lífi þeirra. Ég myndi giftast honum strax ef hann myndi biðja mín, hann þyrfti sko ekki að spyrja mig tvisvar. Það er aftur á móti annað mál hvort hann myndi biðja mín ef hann væri búinn að vera að umgangast mig eitthvað að ráði undanfarna daga og vikur.Ég hélt í alvörunni að ég væri einstaklega geðgóð og þolinmóð manneskja. Og ég held það ennþá. En það koma tímabil í flestra lífi þar sem allt er ómögulegt eða misheppnað og ömurlegt og manni líður eins og skítnum undir skóm óvinarins. Þá er ekki gaman að vera vinur minn því ég held að ég sé með öllu óþolandi. Ég virðist hafa tapa umburðarlyndinu, skopskyninu, þolinmæðinni (sem ég hafði reyndar lítið af fyrir), jákvæðninni og bjartsýninni.
Viðhorfið er grunndvallaratriði í öllu. Ég virðist hafa misst sjónar á því undanfarið en vona að áðurtaldir eiginleikar komi í leitirnar fljótlega því ég er ekki sátt við þetta sjónarhorn sem ég hef í dag. Jafnvel sætir strákar eins og Orlando Bloom og Jude Law fá að heyra það, þeir eru misheppnaðir, kerlingarlegir aumingjar með hor. En .... það getur bara ekki verið rétt, ég meina, ef milljónir kvenna (og nokkur hundruð þúsunda karla) eru slefandi yfir þessum drengjum þá hljóta þeir að hafa eitthvað til síns ágætis ... það eru til fleiri skoðanir en mínar ... eða hvað?
2 ummæli:
Hvaða hvaða!!!! Eitthver neikvæðni hérna í gangi. Auðvitað eru til fleiri skoðanir en þínar, t.d finnst mér McConaughey ekki fallegasti karlmaður í heimi þó myndarlegur sé. Þú ert mjög geðgóð manneskja og auðvitað koma tímabil, þau eiga stundum rétt á sér. Þú hefur ekki tapað neinu af þér og ert bara jafn yndisleg og alltaf. :)
I specifically remember you smiling on Sunday so all is not lost :) I wow u :*
Skrifa ummæli