27 október 2005

Sautjánþúsundogníuhundruðkrónur

Var rétt í þessu að punga út 17.900 krónum. Ég var ekki að kaupa mér æðislega flott föt eða nýja skó eða flott húsgögn eða utanlandsferð. Nei nei nei.....Guggi var að punga út 17.900 krónum í líkamsrækt. Já já já......Guggi, að áeggjan Janusar, ætlar að drattast í líkamsræktarátak þrisvar sinnum í viku næstu átta vikurnar. Nú eru engin vettlingatök. Ég ætla að fara í líkamsrækt klukkan 6:30, þrjá morgna í viku. Hoppa, sprikla og hamast. Láta mæla mig að utan sem innan og gera alvöru úr því að losna við hið hvimleiða mjaðmaspik, magaspik, lærspik, bakspik, brjóstaspik, hökuspik og bara allt það spik sem er búið að hlaðast utan á mig síðustu mánuði. Set stefnuna á að passa í gallabuxurnar mínar sem ég passaði í fyrir ári síðan og eru brandari núna. Set einnig stefnu á að minnka mig um tvær skálastærðir.
Og hana nú. Þessu þarf nú reyndar að fylgja meira en bara hreyfing. Skera þarf niður kókdrykkju og ruslmat og alla aðra óhollustu. Nú þegar er ég búin að lesa 35 blaðsíður í bókinni ,,Lögmálin 9 um megrun". Það er ágætis byrjun.
Ég veit að þetta á eftir að takast, að einhverju leyti, því ég hef tvær manneskjur til að styðja mig og hjálpa mér. Það er öruggt að ég myndi aldrei geta byrjað á þessu án þeirra.

3 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

Ég vona að ég sé önnur tveggja?

Nafnlaus sagði...

TIl hamingju með að hafa tekið þetta stóra skref og ákveðið að kanna þennan menningarheim sem líkamsræktarstöðvar eru.
Ég sjálf, eftir 3 vikur í líkamsrækt, hef ekki ennþá vanist honum. Finnst ég utangáttar, klaufaleg, asnaleg í tækjunum og hrekk ennþá í kút þegar kraftajötnar öskra við lóðalyftingar. Þetta er furðulegur heimur, ókunnugur heimur en heimur sem maður verður að kanna til að fá nýja vídd í buxurnar.

Gugga sagði...

Hehe........nýja vídd í buxurnar.....hehe!!