30 október 2005

Ég fíla ekki.....!

Ætla að byrja svona asnalegan klukkleik....ég fíla ekki????

Ég fíla ekki karlmenn með skegg. Þá er ekki að tala um skeggbrodda heldur svona ekta úfið skegg sem lætur viðkomandi eldast um að minnsta kosti tíu ár.

Ég fíla ekki karlmenn sem ganga í víðum buxum. Ég bara verð að sjá baksvipinn til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Ég fíla heldur ekki karlmenn í vinnu-flís-peysunni á laugardögum að versla.

Ég fíla ekki karlmenn sem reykja!!!

Ég fíla ekki karlmenn sem kunna ekki að elda og ég fíla ekki karlmenn sem eru geggjað klárir að elda.

Ég fíla ekki endalausar bíómyndir, sem enda bara án þess að lokahnykkur sé settur á söguþráðinn.

Hver er næstur?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fíla ekki neikvæðni. Legg til að næsta klukk verði á jákvæðum nótum eins og Sveinsínum einum er lagið :)

Tilvera okkar.... sagði...

Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væri eitthvað neikvætt við þessa upptalningu.