Hafði orð á því þegar klukkutími var liðinn af partýinu á föstudagskvöldið og aðeins tveir gestir mættir að þetta væri það leiðinlegasta partý sem ég hefði komið í. Tíu mínútum síðar var íbúðin full af fólki. Allir eitthvað rólegir. Miðbærinn var svo hundleiðinlegur.
Sagði við sjálfa mig á laugardagskvöldið að ég gæti nú ekki farið að sofa strax þrátt fyrir að ver að drepast úr leiðindum, klukkan var nú bara 21:55.
Smiðirnir á vegum BN eru mættir í íbúðina mína. Eftir tvo daga bý ég í þriggja herbergja íbúð í stað tveggja herbergja. Við erum ekki sátt við þetta en hvað á maður að segja við svona leiðindaskarfa sem henda manni bara út ef maður mótmælir.
En það er nú ekki allt leiðinlegt. Hálftíma eftir að klukkan var 21:55 á laugardagskvöldið hringdi Siggi og bauð mér að koma í partýið sem hann var í. Ég var ekki lengi að dressa mig upp, sækja mágkonu Sigga og bruna í frían bjór og skemmtilegheit. Skemmtilegt djamm sem kostaði ekki krónu.
Og þar sem verið er að framkvæma í íbúðinni þá er voða sniðugt að bjóða sér bara í mat hjá ættingjum. Þori að veðja að ég fái grillmat í kvöld.
6 ummæli:
Guð minn góður Gugga ...ELLIMERKI!!! Þér finnst miðbærinn leiðinlegur, heldur rólegt partý, ert að drepast úr leiðindum á laugardagskvöldi og ætlar að fara að sofa fyrir miðnætti, býrð orðið í þriggja herbergja íbúð, átt orðið mágkonu og ferð á djamm sem kostar ekki krónu. :)
Guð minn góður Gugga ...ELLIMERKI!!! Þér finnst miðbærinn leiðinlegur, heldur rólegt partý, ert að drepast úr leiðindum á laugardagskvöldi og ætlar að fara að sofa fyrir miðnætti, býrð orðið í þriggja herbergja íbúð, átt orðið mágkonu og ferð á djamm sem kostar ekki krónu. :)
Já þetta er hræðilegt. Ég vil samt kenna blankheitum og vinnuálagi um og vona að ég nái að hrista þetta af mér á næstu vikum..............bíddu hvernig er svo þynnkan annars?
Ha, ha, ha....þetta er fyndnasta comment sem ég hef séð í langan tíma..!!!
Ég er nú reyndar búin að eiga mágkonu síðan bróðir minn gifti sig fyrir 23 árum.
þynnkan var öruggt ellimerki :(
Skrifa ummæli