11 október 2005

Ég er að afþýða frystihólfið í ísskápnum svo ég geti farið að kaupa mér ís í stóru boxi aftur.
Ég er byrjuð í líkamsrækt, hef farið einu sinni og er að fara aftur í fyrramálið, ég er með kvíðahnút í maganum út af því.
Ég átti að skila skólaverkefni í morgun en ég er ekki ennþá búin að skila því, ég er einu sinni ekki byrjuð að vinna það.
Ég var viðbjóðslega þunn síðastliðinn laugardag og kom ekki neinu í verk nema að sofa.
Ég ætla aldrei að drekka aftur.....þangað til næst.

Engin ummæli: