05 október 2005

Innflutningspartý - Ich bin nicht tod!

Já þannig er nú það mínar kæru sveinsínur. Ég er ekki dauð, ég er að drukkna í skóla. Ekki nema tvö próf og tvö skilaverkefni í þessari viku...........ég er ekkert stressuð. Ég sem hélt að skóli væri eintóm skemmtun. Það afsannast hér með all hressilega.

En hvað um það. Maður lætur smá mál eins og skóla ekki standa í vegi fyrir alvöru skemmtun. Ó nósörí!! Loksins er komið að innflutningspartý en það var nú alveg komið á síðasta snúning með að halda það, m.v. að við erum búin að leigja þessa íbúð síðan 5. júní. Já og þetta er formlegt boð. Föstudagskvöld klukkan 20 er innflutningspartý hjá Guggu í íbúðinni hennar. Í boði verður snakk og fullt af strákum. Veit reyndar ekki hver lausir þeir eru en það verður allaveganna nóg af strákum..........á lausu eður ei.

Áfram lærdómur..........áfram partý!!

Engin ummæli: