
Ekki nóg með að þessi mynd sé súper kúl þá er einstaklingurinn á bak við gleraugun það líka.
Ein spurning: Veit einhver ykkar hvað varð um þessa hálsfesti sem ég er með um hálsinn á þessari mynd????? Fattaði um daginn að hennar er saknað, veit ekki hvort ég týndi henni á skralliríi eða bara át hana.
kv. Ingveldur
6 ummæli:
Þú hefur ábyggilega sett hana út í bragðaref og étið hana með bestu lyst.
Ekki er hálsfestin hjá mér, en það eru aftur á móti þessi ofursvölu sólgleraugu sem þú ert með á myndinni!
Heldurðu að þú hefðir ekki tekið eftir því mín kæra ef þessi hálsfesti hefði komist niður í ambúlu og byrjað að gægjast út, ein perla í einu? :)
Ofangreint komment átti að sjálfsögðu ekki að vera nafnlaust enda eru nafnlaus komment heigulsháttur sem hugnast undirritaðri prinsessu lítt eins og fram hefur komið í þættinum ...
Janus veit hvar festin er!!! Hún ku hafa endað líf sitt á Euróvísíon djammi á Nasa, þá mun býflugan hafa krækt broddinum í rangan aðila og sá hinn sami sleit festina fínu. Lengi á eftir lá hún í frumeindum í töskunni minni en endaði svo líf sitt í ruslinu :( Hélt þú myndir eftir þessu og værir búin að gefa skít í hana :(
aha! þakka þér fyrir þessar upplýsingar Jana. Eitthvað hefur minnið brugðist mér þetta kvöldið.
Skrifa ummæli