25 september 2005

Skyndikönnun-skyndikynni

Fyrir næstum því ári síðan tók ég þátt í könnun á vegum Krabbameinsfélagsins. Tilgangur könnunarinnar var að kanna tengsl á milli kynfæravarta og leghálskrabbameins. Hvorugan sjúkdóminn hef ég fengið svo ég geri ráð fyrir að ég hafi verið í viðmiðunarhópi.
Spurningarnar voru af ýmsum toga, um almenna heilsu mína, lífstíl, kynhegðun og fleira. Eitt af því sem þeir vildu vita var hversu marga bólfélaga ég hef átt um ævina. Ég tek allt svona alvarlega og kýs að svara sannleikanum samkvæmt(annars geta niðurstöður könnunarinnar skekkst, ekki satt?). Svo ég þakkaði mínu sæla fyrir að vera hvorki eldri né fjöllyndari en raun ber vitni.

Kvöldið sem ég dundaði við að fylla út spurningalistann gerði ég annan lista, bæði mér til skemmtunar og til að svara áðurnefndir spurningu satt og rétt. Mér fannst listinn ekki langur miðað við aldur og fyrri störf en ekki heldur stuttur miðað við eigin fordóma og sjálfstraust. Það skondna er að það fjölgaði um einn á listanum í gær.

Nei, það var ekki svo gott að ég hafi dottið í lukkupottinn og hitt draumaprinsinn. Ég mundi bara skyndilega eftir einum til viðbótar. Einum sakleysingja sem hafði fallið niður í sprungu og gleymst þar. En mé er spurn: hvernig er hægt að einfaldlega gleyma einum ... og svo allt í einu muna eftir honum, að virðist upp úr þurru?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jeminn! Hverjum gleymdirðu? Ekki þó LMLT? ;)

Sveinsína sagði...

Hverjum?

Nafnlaus sagði...

Æji þúst *hvísl* Lö me li ti ...

Sveinsína sagði...

Nei, það var ekki hann sem gleymdist. How could i forget him?

Nafnlaus sagði...

Nei maður spyr sig ... það gleymist nú annað eins "smálegt" ;)