26 september 2005

Núna skammast ég mín

Það hefur líklega birst eftir mig einn hræðilegasti texti sem ég hef skrifað á opinberum vettvangi. Ljósvakinn í Morgunblaðinu í dag er mjög illa skrifaður og það er mér að kenna. Ég var á vakt í gær og það var mikið stress og ég þurfti að rumpa einum ljósvaka út úr mér, ganga frá honum og tengja við síðu. Í miðjum skrifum frýs tölvan og ég þarf að starta henni aftur, partur af því sem ég skrifaði hvarf og þurfti ég því að byrja upp á nýtt, ég kláraði textann en færði hann svo yfir á nýtt skjal svo hann myndi örugglega ekki hverfa. Á því skjali lagfærði ég hann og pússaði til en þegar ég hef tengt skjalið við blaðsíðuna þá hef ég valið óvart gamla skjalið og útkoman er sú að ljótasti texti ársins, óleiðréttur og ólagaður birtist á síðum blaðsins í dag og ég ein á sökina á því. :(

Sem betur fer eru lesendur fljótir að gleyma. :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef nú lúmskan grun um að hræðilegi textinn þinn hafi fallið í skuggann af öðrum málum ;)

Nafnlaus sagði...

Það er rosa pirrandi þegar tæknin bregst manni ...