Mikið rosalega finnst mér gamann að því að lesa Silfur Egils á visi.is. Ég er ekki búin að gera mikið af því núna síðan skólinn byrjaði og á því all nokkra pistla til góða og get lesið þá í leiðinlegum tímum.........eins og núna ,,ISO staðlar - þekktasti staðallinn. Uppruni í Evrópu, ISO = Samræmi á grísku..........bla bla bla bla". Hann vitnar oft í menn eins og Dr. Gunna og Hallgrím Helgason og fær svo á sig alveg hrikalega fyndna gagnrýni, sem sum á rétt á sér og önnur ekki. Í gær talaði hann um frávísun baugsákærunnar og setur inn vísu eftir Hallgrím sem er nokkuð góð:
Búið er nú Baugsmálið.
Bomban risastóra
rekin var upp í rassgatið
á ríkislögreglustjóra.
Mæli með á leiðinlegum vinnudögum, í leiðinlegum tímum og á almennum leiðinlegum stundum að þið lesið þessa pistla hans
Engin ummæli:
Skrifa ummæli