01 janúar 2012

22 nóvember 2011

22.nóvember 1978


Þú hefur tilhneigingu til að vera feimin og ekki mjög ákveðin.  Þú ert mjög gagnýnin á hvernig þú birtist öðrum.  Þó að þú teljir þig vera óspennandi og leiðinlega ertu í raun mjög þýð, skipulögð, snyrtileg og mjög viðkunnanleg.Þú ert fullkominunnarsinni með mjög há viðmið og stundum geturðu verið ónærgætin í að benda á galla annarra.  Þú ert mjög hafkvæm, skilvirk og allt hefur tilgang hjá þér og framkoma þín og útlit endurspegla þörf þína til að virðast þokkafull, tillitssöm og yfirveguð.  Þú tekst á við aðra á skarpann máta, laus við óþarfa vitleysu.  Aldrei löt eða eftirlátssöm við sjálfa þig, ertu yfirleitt mjög helguð vinnusiðferðinu.

19 nóvember 2011

19.nóvember 1977


Áköf og margslungin að eðlisfari hefurðu afskaplega sterk tilfinningaleg viðbrögð við flesum aðstæðum.  Þér er samt of mjög erfitt að tjá tilfinningar þínar.  Þess vegna hefurðu tilhneigingu til að vera mjög þögul -- velta vöngum og hugsa mikið um lífið.  Þú verður sjaldan reið svo á þér sjáist, en þegar það gerist þá ertu hamslaus og ósáttfús.  Þegar þú skuldbindur þig tilfinningalega er það algerlega -- þú ert ekki hrifin af yfirborðskenndum eða kæruleysislegum samböndum.  Ef þér er ögrað tekurðu því sem persónulegri árás og hefur tilhneigingu til að svara fyrir þig á hefnigjarnan hátt.  Þú elskar ráðgátur og hið yfirnáttúrulega.  Þú ert góður rannsóknarmaður og kannt því vel tða komast að rótum vandamála og þú nýtur þess að finna út úr því hvað það er sem kemur fólki til.  Þú ert þekkt fyrir að vera viljasterk, mjög kraftmikil og frekar þrautseig!

09 nóvember 2011

Slaghamar


þú gætir átt gufulest
bara ef þú leggur lestarteinana
þú gætir átt flugvél fljúgandi
ef þú kemur með bláa himininn aftur

allt sem þú gerir er að hringja í mig
ég skal vera hvað sem þú þarfnast

þú gætir átt Karlsvagninn
sem fer upp og niður og fyrir hornið
þú gætir átt klessubíl, sem klessir
þessari skemmtun líkur aldrei

ég vil vera slaghamarinn þinn
afhverju kallarðu ekki nafnið mitt
ó, leyfðu mér að vera slaghamarinn þinn
þetta mun verða vitnisburðurinn minn
sýndur mér um í ávaxtabúrinu þinu
þar sem ávextirnir eru eins sætur og verið getur

ég vil vera slaghamarinn þinn
afhverju kallarðu ekki nafnið mitt
þér er best að kalla á slaghamarinn
hvíla huga þinn
ég ætla að vera slaghamarinn
þetta getur verið minn vitnisburður
ég er slaghamarinn þinn
látum engann vafa leika á því

slag, slag, slaghamar

ég hef losað mig við vanann
haft hamskipti
þetta er nýja efnið
ég fer og dansa í, við förum og dönsum í
ó, viltu ekki sýna fyrir mig
og ég mun sýna fyrir þig
já, já, já, já,já, já, ég meina einmitt þig
bara þig
þú hefur verið á leið í gegn
ætlar að byggja þennan kraft
byggja, byggja þennan kraft, hey
ég hef verið að fóðra taktinn
ég hef verið að fóðra taktinn
ætla að finna krafinn byggjast upp í þér
koma nú, koma nú, hjálpa mér að gera
já, já, já, já, já, já, já,
já, þú
ég hef verið að fóðra taktinn
ég hef verið að fóðra taktinn
það er það sem við gerum, gerum
allan dag og nótt

21 október 2011

Sporðdreki

Goðsagan:  Sumir vilja að við trúum því að sporðdrekar séu minna en yndislegt fólk.  Þeir eru sakaðir um launingagjarnir og tortryggilegir með tilhneigingu til að næra öfund.  Svo er sporðdrekum líka ætlað fullt af andfélagslegum venjum, til dæmis tilhneigingu til að vera dónalegir og tala opinskátt um forboðna hluti.  Svo eru þeir víst líka kynlífssjúkir!

Sannleikurinn er ekki alveg svona einfaldur.  Það er ekk að undra að sporðdrekar séu dulir.  Hver vill viðurkenna að tilheyra stjörnumerki með slíkt orðspor?  Það er mér þess vegna ágnæjulegt að troða niður þennan asnalega misskilning og leiðrétta viðhorfið.  Sporðdrekar leggja ekki rækt við öfundsýki.  Þeir eru reyndar mjög sáttfúsir.  Þeir bara gleyma engu.  Þeir eru ekki dónalegir, bara hreinskiptir, beintskeittir og lausir við tilgerð. Þeir gera ekki út á það að ganga fram af fólki, þeir eru soldið hissa á því hvað aðrir eru teprulegir þegar kemur að eðlilegri mannlegri hegðun.  Hvað varðar að vera kynlífssjúkir ... ó, jeremías, ég er víst að verða búin með plássið.


Lykillinn að velgengninni:  
Þú kannski óttast að hafa degið lægsta stjörnuspilið  ef þú ert fædd undir merki Sporðdrekans.  En í raun hefurðu dottið í lukkupottinn.  Áköf tilfinninganæmni þín er stundum erfið en hún er samt þinn mesti kostur.  Ef þú treystir henni og ræktar einlæga þrá til að gera það besta í öllum aðstæðum ... mun allt í lífi þínu líklega verða fullkomið.