21 september 2011

Meyja

Goðsagan
um Meyjuna segir hana snyrtilega, siðprúða og smámunasama. Sérvitra og vandfýsna. Skipulagða og reglufasta. Þessi orð eru notuð þegar þeim sem fæddir eru undir merki Meyjunnar er lýst.
Meyur eru, segja hinir svokölluðu sérfræðingar, mjög uppteknar af smáatriðum. Þær gera lista, setja mörk, setja punkta og kommur, löghlíðnar, fara eftir reglunum og lesa smáaletrið.

Sannleikurinn er allt annar. Fyrst ber að nefna að gyðjan sem ræður Meyjunni er ekki tákn skírlífis heldur tákn frjósemi. Þetta er gyðjan Seres, uppskerudrottningin sem táknar allt sem er nautnalegt og auðugt. Meyjan er munaðargjarnt merki og Meyjur eru þægindaelskandi fólk. Þær lifa lífinu til fulls og þeim líkar að gera hluti eins vel og þær geta. Þaðan hafa þær orðsporið um að setja markið hátt og vera kröfuharðar. Það er satt að þær geta verið smámunasaman en bara varðandi hluti sem skipta þær máli. Og þegar sagt er að meyjan sé óþarflega tiltektarsöm og snyrtileg, ó, sumar eru það kannski en flestum nægir að vita hvar hlutirnir eru. Skipulag er andlegt ástand í huga Meyjunnar, ekki veraldlegt.

Lykillinnn að velgengninni ... Öll stjörnumerki eru að sjálfsögðu sköpuð jöfn. Stjörnufræðingur getur ekki sagt að sum merkin séu betri en önnur og betra sé að fæðast undir einu merki en öðru. En sko .... sjáðu nú til, ef þú ert viss um að enginn annar lesi þetta, Meyjan er mjög sérstakt merki. Það er nákvæmlega ekkert sem sá fæddur í Meyjunni þarf að breyta til að ná árangi í lífinu - annnað en að vera kannski, stundum, of sjálfgagnrýnin.

Engin ummæli: