Það hefur skapast hefð fyrir því að Ósk lesi í bolla fyrir okkur þegar farið er í bústað. Yfirleitt eru spárnar spennandi og skemmtilegar og mjög fjörugar umræður skapast um það sem birtist í bollunum.Á meðan kaffið rennur í könnuna, við drekkum úr bollunum og bíðum þess þeir þorni reynum við yfirleitt að rifja upp það sem kom í bollana síðast og hversu mikið af því hafi ræst. Við eigum líklega allar sögur af því að Ósk hafi séð hitt og þetta í bollunum okkar, t.d. var Ásgeir Skarphéðinn í bollanum hennar Ingu, skilnaðurinn hennar Kristínar, veikindin mín og ýmislegt annað fróðlegt og áhugavert.
Í janúar 2010 tók ég upp á því að skrifa niður helstu atriði sem komu fram í bollum Margrétar, Kristínar, Ingu, Höllu og Öllu. Gugga var búin að fá sinn lestur þegar hugmyndin kom upp og þess vegna er hennar spá ekki í stílabókinni. Langar ykkur að sjá hvað við skrifuðum eða hafa vanan á og reyna að rifja það upp í sameiningu í bústað? Ef áhugi er það munu þeir spádómar birtast hér á síðunni næstu daga og dæmi nú hver fyrir sig hvort eitthvað hafi komið fram af því sem spáð var ...
6 ummæli:
Góð hugmynd. Ég vildi ekki spádóm í fyrra því ég var ólétt og vildi ekki fá að vita ef eitthvað vont myndi gerast. Hlakka til að sjá hjá öllum hinum.
Ég væri til í að sjá minn spádóm hér. Ingveldur
Ég vildi heldur ekki spádóm því ég var ólétt og vildi heldur ekkert vita. En...þetta finnst mér afskaplega skemmtileg hugmynd og um að gera að rifja þetta upp ;) Langar mikið til að láta lesa í bolla hjá mér þetta árið.
kv. Jana
ps. Ég man eftir að Ósk sá fyrir brotna beininu mínu...hún hélt reyndar að það væri fótleggur ;)
Ég er líka alveg til í að sjá minn spádóm hér.
Kveðja,
Margrét Harpa
já, ég hef ekki spáð í langan tíma núna svo það verður gaman að kíkja í bollana um næstu helgi....
Þetta verður næstum eins og vísindarannsókn ??? ...
kveðja, Ósk
Þú mátt endilega birta minn spádóm. Ég man nefnilega ekki baun eftir honum.
Mbk. Halla
Skrifa ummæli