12 september 2009

Haustverk

Steinn Vignir tók þessa geggjuðu mynd þegar hann fór á fjall síðastliðið haust.
Mér finnst haustið skemmtilegur tími -ætli það sé ekki önnur uppáhalds árstíðin mín. Það er svo margt að gerast á þessum tíma. Fjallferðir, réttir, slátrun. Skólar að hefjast, kennsla og nám fer af stað. Ný vináttubönd myndast. Daginn tekur að stytta og myrkrið heldur innreið sína. Kertaljós kvikna og teppi rata í sófana. Stelpur fara í haustferðir og leika búaleik.

Engin ummæli: