En skýjin eru víst of hátt uppi, of langt í burtu til að ég nái til þeirra. Sólin er enn lengra í burtu. Ef jörðin væri á stærð við fótbolta væri sólin tæpir 30 metrar í þvermál og í um þriggja km fjarlægð frá boltanum okkar. Reyndu að ná utanum það!
Sólkerfi eins og það sem Jörðin tilheyrir ásamt Merkúríusi, Venusi, Mars, Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi er oftast samansett af einni sólstjörnu sem er í miðjunni og svo mismörgum reikistjörnum sem snúast um sólstjörnuna á mismiklum hraða og misnálægt henni, eftir því hversu stór sólstjarnan er og hve mikið aðdráttarafl hún hefur.
Sólin okkar er lítil stjarna í rauninni. Nánast allar stjörnurnar sem við sjáum á himinum á bjartri vetrarnóttu eru sólir annarra sólkerfa. Við getum reyndar séð Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus með berum augum, en ljósið sem kemur frá þeim er endurvarp frá Sólinni - þessar reikistjörnur eru svo "nálægt" okkur að við getum séð ljóið frá þeim. Ef við notum aftur fótboltalíkinguna er Satúrnus bara í 24 km fjarlægð frá okkur.

En eins og áður sagði er Sólin í raun lítil sólstjarna. Þessi mynd hér til hliðar sem ég stal af Wikipediu sýnir hlutföll nokkurra reikistjarna og sólstjarna. Með því að smella á mynina má sjá stærri útgáfu af henni.
Mynd nr.2 sýnir glöggt hvað Satúrnus og Júpíter eru rosalega stórir miðað við Jörðina eða hvað Jörðin er lítil - hún er lengst til vinstri.

En strax á mynd 3 sést hvað Júpíter (lengst til vinstri) er oggulítill við hliðina á Sólinni. Sólin (appelsínugula klessan í miðjunni) er samt ekkert stór því hún hverfur algerlega í skuggann af Síríusi (hvíti boltinn hægra meginn), sólstjörnu úr stjörnumerkinu Stóra hundinum.

Við getum séð Síríus með berum augum á veturna þar sem hann myndar þríhyrning með sólstjörnunum Betelgeuce (Beatlejuce ;o)) og Procyon. Betelgeuce er langstærstu þessara þriggja stjarna eða um 20 sólarmassar. Síríus er 2 sólarmassar og Procyion ekki nema 1,5M.
Til að átta sig á stærðarmuninum er gott að skoða myndir 4 og 5. Mynd fjögur sýnir Síríus lengst til vinstri, eins og haus á títuprjóni. Hægra megin er Aldebaran, RISASTÓR sólstjarna miðað við Síríus. Þá skoðum við mynd 5. Þar er Aldebaran pínkulítill depill vinstra meginn og Betelgeuse stór skopparabolti í miðjunni. Þvílíkt ferlíki!
Þannig líkur Vísindahorni dagsins.
Góðar stundir!
1 ummæli:
Þetta var mjög áhugavert. Verð að viðurkenna að ég las pistilinn með mikilli áfergju, enda eru uppáhalds tímaritin mín Lifandi vísindi og Sagan öll.
Skrifa ummæli