06 maí 2009

af að og af

Íslenska er fallegt tungumál en málfræðilega flókið vegna falla. Tveir orðflokkar geta haft áhrif á fall nafnorðs, sagnorð og forsetningar. Í dag verður fjallað um forsetningar, aðallega forsetningarnar og af.

Þessi tvö litlu orð hljóma líkt í eyra, erfitt getur verið að greina á milli -ð og -f hljóðs í tali. Þau stýra líka sama falli, þágulfalli. En því miður er ekki alltaf hægt að skipta öðru þeirra út fyrir hitt vegna merkingarmunar. Samkv.íslenskir orðabók er merking orðanna þessi:

af
1. um stefnu, hreyfingu frá e-m stað en einnig um e-ð óhlutbundið
2. um tilfærslu eða breytingu, einnig um óhlutstæð hugtök, efni í hlutum, innihald.
3. um tíma
4. um ástæðu eða orsök e-s, með tilliti til
5. vísar oft til framkvæmanda verknaðar með sögn í þolmynd
6. í ýmsum samböndum


1. um stefnu, hreyfingu til e-s staðar, í áttina til e-s, og er haft bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu
2. um breytingu í eitt úr öðru með aðaláherslu á niðurstöðunni
3. um dvöl á stað
4. um tíma
5. um ástæðu e-s, með tilliti til e-s
6. í ýmsum samböndum
7. í sambandi við ýmsar sagnir

Veitið athygli skýringu nr.1 með báðum orðum - um stefnu, hreyfingu. En það er ekki nóg, gera verður grein fyrir því að af merkir hreyfingu frá einhverju en til einhvers.

Dæmi: Ég var að leita að þér --> það er að segja, hreyfing, stefna til þín. það er ekki hægt að segja "ég var að leita af þér" því af táknar hreyfingu, stefnu í átt frá viðfangsefninu, þér.

Sama gildir um skýringu nr.2. Þar er talað um breytingu eða tilfærslu en ef notað er af er vísað til þess sem var en hefur breyst og er ekki lengur en ef er notað er áherslan á það sem er í dag, ekki það sem var.


Dæmi: Hann er kominn af öpum --> það er að segja, fyrst apar, svo þróunarkenning Darwins og þá maðurinn. Ég get ekki sagt "hann er kominn að öpum" nema ég vilji breyta merkingunni algerlega og væri þá að tala um mann í frumskóginum sem væri að leita apa og hefði fundið þá, væri í nálgæð við þá, væri kominn að öpum.

Skýringar 6 og 7 vísa í ýmis orðasambönd sem verða tekin fyrir í næsta þætti.

2 ummæli:

Gugga sagði...

Klapp fyrir málfræðinasistanum. Hlakka til að lesa næsta kafla.
Segðu mér eitt! Hvort er bragð að þessum mat eða bragð af þessum mat? Eða bara bæði.

Nafnlaus sagði...

Góður punktur hjá þér Gugga, hef oft velt þessu fyrir mér. Hlakka til að heyra hvað málfræðisnillingurinn segir um þetta.

kv. Halla