En skrúðgöngur eru nú ekki það sem hvílir svo þungt á mér núna að ég finni mig knúna til að setja nokkrar línur á blað og deila með ykkur. Heldur er það karlmannsleysið sem íþyngir mér. Samt fékk ég ekki í hnén þegar Guðmundur skólastjóri reyndi við mig um daginn!
Nei, ekki kveikti Guðmundur í mér, heldur blikka ég bara múrarann út um eldhúsgluggann og skil súkkulaðimuffins eftir handa honum, nafnlaust. Blygðunarlaust reyni ég ekki að hylja brjóstaskoruna svo hálfsextugir menn roðna og fara hjá sér en geta samt ekki tekið augn af bringunni á mér. Halla undir flatt og set upp hvolpaaugun og bít á vör til að fá mínu framgengt og hlæ dillandi hlátri að jafnvel ófyndnum bröndurum. Allt þetta til að njóta aðdáunar, fá hrós, athyggli, finnast ég æðisleg, verðug, dáð og þráð!
Ég hef ekki verið kysst í 18 mánuði eða svo. Svo langt síðan að ég man varla hvernig á að kyssa lengur. Man ekki tilfinninguna sem fyglir því að kyssa einhvern. Fá spennusting í mjóbakið.
Ég er bara pirruð, uppsökk, hvatvís, hvöss, örg og erfið í umgengni. Ég sé sjaldan mann sem mér finnst aðlaðandi eða kveikir neista, mann sem mig langar að kyssa, koma við, anda að mér. Ég er vonlaus.Ég kom sjálfri mér á óvart um daginn, upplifun sem gaf vísbendingu um hversu langt er síðan ég hef karlmanns kennt. Ég var að horfa á gamla þætti af Frasier og mér fannst Kelsey Grammer aðlaðandi og kynþokkafullur!
6 ummæli:
Jahá....misjafn er smekkur manna...hehemmmmm!!
Kelsey Grammer er kynþokkafullur ef þú ert SEXTUG kerling en ekki þrítug ungmær. Legg til að þú kyssir gluggakarlinn í anda rauðra ástarsagna. Bara svona til að fá að kyssa. En skil þig fullkomnlega með þetta, álíka þurrkatíð verið hér.
Ingveldur
Hahhaa....þið eruð yndislegar :)
jeminn, svo tuða ég þegar kallinn langar að gamna sér, það er greinilega misjafnt hvað fólk vill dundas sér í frítímanum.helga flosa.
Úff er ekki bara ár skunksins skv. kínversku tímatali eða eitthvað? Mér líst allavega ekki vel á nokkurn mann þessa dagana, þannig að það hlýtur að vera eitthvað sérstakt anti-kynferðislegt tímabil í gangi. En kannski lagast þetta með sumrinu. Gleðilegt sumar á morgun Sveinsínur!
Kv. Halla
Gleðilegt sumar, megi það færa öllum sveinsínum það sem þær vilja í makamálum:)
Þurfa sveinsínur svo ekki að fara hittast fljótlega ???
Kveðja, Ósk
Skrifa ummæli