31 mars 2009

Laugardagskvöld hjá piparjúnkum

Halla kom í bæinn seinasta laugardag og auðvitað var kíkt út um kvöldið. Alla og Jana slóust þá í hópinn og var einn drykkur drukkinn heima hjá mér áður. Svona var stuðið:


Alla og Halla lásu upphátt úr Súperflört, það þurfti að rifja upp dúndurdaður-taktina áður en haldið var út í ljónagryfjuna.
Ég æfi daðurbrosið....


....og Jana hlustar áhugasöm eins og góðum nemanda sæmir.
Ykkur til fróðleiks bar þessi nýja daðurvitneskja engann árangur þetta kvöldið enda sáum við ekki nokkurn mann til að beita töktunum á.

3 ummæli:

Gugga sagði...

Hahahahaha........... stórkostlegt dagðurbrosið þitt Ingveldur. Það ætti að setja það í kennslubækur.

Alla sagði...

Mjög áhugaverð úttekt sem við gerðum þetta kvöld. Ég drakk og drakk en fann aldrei á mér.

Nafnlaus sagði...

Æi það verður nú gott að komast út svona þegar það verður hægt. Smá svona stelpusamvera væri alveg æði.
Stórt knús, Ósk