10 mars 2009

Æfingin skapar meistarann

Ég fjárfesti í þessari bók á bókamarkaðinum í Perlunni og á hún að vera sameign Sveinsínu.
Ég er nú að lesa hana og svo bara getur sú næsta sem vill læra að daðra fengið hana.
Tilgangurinn með þessari fjárfestingu er að þjálfa upp daðurhlið piparkerlingahluta Sveinsínu með von um að sá hluti hópsins komist út úr skelinn og fari að dúndurdaðra með góðum árangri.

4 ummæli:

Alla sagði...

Allaf er maður að græða!
Loksins loksins get ég kannski lært að hafa stjórn á þessu og daðra á réttu stöðunum :)

Gugga sagði...

Haha. Hvað eru þá komnar margar bækur á Bókasafn Sveinsínu?
-He's just not that into you
-How to meet cute boys
-Súperflört

Þetta er að verða hið myndarlegasta sjálfshjálparbókabókasafn.

Tilvera okkar.... sagði...

...ég get bætt við tantra bókinni minni...!!

Nafnlaus sagði...

vá, bara eigið bókasafn, ekki amalegt það hjá okkur.

kveðja, Ósk