06 febrúar 2009

Pika

Þetta er Múshéri, ættingi kanínunnar. Hann er grasbítur sem lifir neðanjarðar á sléttum Tíbet. Múshérar eru spendýr og kallast Lagomorpha Ochotonidae á latnesku og Pika á ensku.
Erkióvinur Múshérans er Tíbet-sandrefurinn (lat.Vulpes ferrilata) undarlegi. Hann læðist með jörðu að bráð sinni og
sérstakt vaxtarlagið hjálpar til. Refurinn hefur sérlega klossaðan haus að virðist vegna kinn- og kjálkaháranna sem eru grá og gróf.


Á Tíbet-sléttunum rignir lítið og sjaldan vegna skjólsins sem Himalajafjöllin veita.

Engin ummæli: