24 febrúar 2009

Krummi svaf í klettagjá

Krummi velur sér hreiðurstað í klettum, skógi eða fjallendi. Hreiðrið er kallað laupur og er stórt og mikið. Hrafninn er glysgjarn og safnar hinu og þessu í laupinn sinn. Glerbrot, gosflöskutappar, bandspottar, sælgætisbréf og aðrir glitrandi og litfagrir hlutir hafa ratað í hreiður krumma. Laupurinn er annars saman settur úr trjágreinum og stráum, krummi er ekki mikið fyrir smámuni og vandar ekki mjög til hreiðurgerðarinnar, fléttar ekki greinum saman heldur staflar þeim í stóran bing og er ekkert að hafa fyrir því að þétta með grasi eða laufi.
Hrafninn er eins og álftin og keisaramörgæsin, heldur tryggð við sama makann alla ævi. Hann er vanaföst vera og ef hann finnur sér góðan stað til hreiðurgerðar notar hann sama laupinn árum saman. Á vorin má finna 4-6 ekki í laupnum hans Krumma og ungarnir bjóta sér leið úr eggjunum eftir um þrjár vikur.
Krummarnir eru hálfgerðar goðsagnarverur og sveipaðir dulúð. Þeir eru taldir mjög gáfaðir og margir halda þá hafa spádómsgáfu og lesa í hegðun hrafna um ýmsa hluti, svo sem veðurfar. Hrafnaþing hafa yfir sér dulúðarblæ en þau eru haldin tvisvar á ári, að vori og hausti. Ekki er vitað hvað hrafnarnir krunka saman á þessum þingum en líklegt má telja að þeir stingi saman nefjum til að ræða tíðina, heyjannir, nytjar kúa og ástir manna og missi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrir stóra skjálftann hurfu allir hrafnar á selfossi. Þeir eru nýkomnir aftur....

Ósk