10 febrúar 2009

Hnúfubakur

Skíðishvalir skiptast í 4 fjölskyldur sem telja 14 meðlimi og af þeim finnast fimm við Íslandsstrendur. Þetta eru systurnar Landreyður, Sandreyður, Steypireyður og Hrefna. Stundum kemur frændi þeirra, Hnúfubakur, til að leika eða í pössun.

Hnúfubakar eru held ég uppáhalds hvalirnir mínir því þeir eru hafsins mestu söngvarar og svo þokkafullir og fallegir þegar þeir skjótast upp úr haffletinum og leika sér.
Fullvaxnn Hnúfubakur getur orðið allt að 19 metra langur og 48 tonna þungur. Kýrin verpur stærri en tarfurinn, enda þarf hún að ala önn fyrir kálfinum eftir að hann fæðist þar til hann verður nógu stór til að sjá um sig sjálfur.
Kálfarnir fæðast í hlýjum sjó við miðbaug en þar er lítið fæði fyrir hvalina svo að um leið og kálfurinn er nógu stór leggur hann upp í langferð með mömmu sinni. Vegalengdin er um 25 þúsund kílómetrar, eða frá miðbaug til pólanna þar sem nóg er af æti.
Myndbandið sýnir aðdáunarverða tækni hnúfubakana við veiðar.

2 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

Mjög athyglisvert...ég þarf að fara að drífa mig í hvalaskoðun til að berja þessi dýr augum :)

Nafnlaus sagði...

Las þennan náttúrulífsþátt....skál fyrir því.
Ingveldur