08 febrúar 2009

Cordyceps



... er sveppategund sem kallast kylfusveppur á íslensku. Kylfusveppir eru ótrúlegt fyrirbæri. Þeir eru snýkjudýr sem leggjast aðallega, ef ekki eingöngu, á skordýr og náttúran fann upp til að hefta útbreiðslu ákveðinna tegunda.

Sveppurinn vinnur þannig að þegar gró hans smitast inn í skordýr, tökum maur sem dæmi, verður dýrið ruglað og leitar stöðugt uppávið, út úr búinu og upp næsta blóm, tré, strá, þar til sveppurinn hefur náð yfirhöndinni og dýrið drepst. Þá lifir sveppurinn góðu lífi í hýslinum, líkinu, og nærist þar til hann er orðinn nógu sterkur til að vaxa út úr því og dreyfa sér enn frekar til annarra einstaklinga af sömu tegund.

Kylfusveppir geta þannig drepið heilu maurabúin eða heilu kynslóðirnar af ákveðinni tegund - náttúran finnur alltaf leið til að stemma stigum við offjölgun ákveðinnar tegundar Hvenær ætli röðin komi að homo sapiens sapiens?

Engin ummæli: