Ég sat lengi yfir því hvaða nafn ég ætti að velja á þessa lesningu sem fer hér á eftir. Þetta með átturnar var bara það sem klukkan sló þegar ég byrjaði að skrifa. Nú eru ekki nema tæpir átta dagar í bústaðaferðina góðu. Gott að janúar er svona fljótur að líða.
Alla vega þá voru tólf sem skráðu þátttöku sína í bústaðaferðina og virðast heimtur ætla að verða nokkuð góðar. Við vissum að tvísýnt gæti orðið með Ósk okkar...við sjáum bara til. Kannski það fæðist bara barn í þessari bústaðaferð eins og fyrir ári síðan...er það ekki rétt hjá mér? Þær sem við vitum um eru: Jana, Alla, Inga, Gugga, Edda, Halla, Margrét, Kristín, Linda, Helga og Ósk. Ég hef ekkert heyrt í Bríet...hafið þið gert það? Gleymist nokkur?
Eftir nokkrar skipulagsumræður við Aðalheiði ákváðum við að ég myndi setja þennan póst út...nokkurn vegin á þennan hátt.
Föstudagur
Hver og ein reynir að mæta eins „snemma“ og hún getur. Það er talnalás á bústaðnum þannig að ég þarf ekkert að vera sú sem opnar hann. Svo ef einhver vill vera komin klukkan 14:01 getur sú hin sama hringt í mig og fengið númerið á lásnum og hleypt sér inn.
Kvöldmatur: Þegar allar eru komnar í hús. Aðalheiður bauðst til að búa til Lasagna fyrir hópinn og finnst mér það frábær hugmynd og þakka ég henni vel fyrir. Alla myndi þá koma með Lasagnað, við hinar myndum svo koma með meðlætið með þeim mat þ.e.
Einhver kemur með:
a) Salat
b) Hvítlauksbrauð
c) Drykkir (gos, safi)
d) Desert?
Laugardagur
Morgunmatur þegar maður vaknar, eins og við höfðum í fyrra – þetta á jú að vera pínu slökun líka er það ekki. Við gætum samt kannski aðeins sammælst um þetta því ef mig minnir rétt þá voru að minnsta kosti þrjú smjör í ísskápnum í síðustu ferð :)
Laugardagskaffi í boði Eddu Kamillu og einhverra fleiri (ef vill) sem eru að drukkna úr bökunarþörf.
Laugardagur kvöldmatur.
Margrét er náttúrulega að bjóða okkur upp á þvílíkan lúxus á laugardagskvöldið og þakka ég henni kærlega fyrir gott boð...er ekki geggjað að elda lambalæri...rosalega fullorðið. Margrét myndi þá koma með lærið og við hinar myndum skipta okkur á meðlætið. Þær fjórar sem koma með eitthvað fyrir föstudagskvöld myndu þá sleppa á laugardagskvöld og svo það sé á hreinu þá myndu Alla og Margrét ekki koma með neitt nema lasagnað og lærið....enda nógur kostnaður í því :)
Fyrir laugardagskvöld þyrfti því að koma með:
a) meðlæti – salat, rauðkál, baunir ...eða það sem ykkur finnst þurfa með svona veislumáltíð.
b) Kartöflur – hægt að baka grillinu (álpappír)
c) Drykkir
d) Desert?
Hvað finnst ykkur um þetta? Mynduð þið frekar vilja hafa sameiginlegan mat heldur en að skipta þessu svona fyrirfram á milli allra?
Svo myndi bara hver og ein okkar koma með þá áfengu drykki sem þær vilja og eins eitthvað kruðerí fyrir kvöldin.
Gott væri ef einhver tæki að sér að koma með viskustykki, borðtuskur og handklæði á baðið svo það fari ekki ruglast saman eins og í fyrra (klósettpappír er á staðnum).
Svo nú verðið þið að skjóta fram athugasemdum.
Kv. Jana
...og ég er hjartanlega sammála þessu með ABBA eða Singstar yfir höfuð...mætti gleymast heima mín vegna.
10 ummæli:
Gott og glæsilegt plan.
Ég skal koma með hvítlauksbrauð á föstudagskvöldið (verð ekki laug). Mér finnst reyndar óþarfi að pæla í drykkjum með matnum eða morgunmat, það er bara eitthvað sem hver og ein sér um fyrir sig. Og þó það verði 10 smjörstykki þá bara tökum við þau með okkur aftur heim. Og eins og morgunmaturinn raðaðist hjá okkur í fyrra varð hann bara fjölbreyttur og fínn þó ekkert skipulag væri þannig á honum.
Hlakka geðveikt til
Ingveldur
Ji, það verður svo gaman! Ég hlakka ógili mikið til.
Til viðbótar lasagnanu skal ég kippa með mér viskustykki, borðtuskum og handklæði á baðið.
Pant spila Risk alla helgina - ég þarf að æfa mig í að tapa með reisn.
Ég skal koma með desert á föstudagskvöldið.
Hlakka svo til :)
Hæ hæ.
Sorry að ég hef ekki látið heyra í mér, en það er vegna þess að ég er ekki 100% viss með að komast:/ Ferlegt alveg! Og ég veit ekki einu sinni hvort kvöldið ég kæmi, ef ég kem. En ég veit hins vegar að ég væri rosa mikið til í að koma með geðveikislega góða súkkulaðiköku sem ég smakkaði um daginn:) Gætum haft hana sem part af desert á föstudagskvöld eða í kaffinu á laugardagskvöld.
Ég læt ykkur vita hvernig málinu vindur.
Kv. Bríet.
Ég skal koma með salat með lasagna-inu og 4 lítra af kók fyrir föstudagskvöldið :)
jæja skvísur, eruð þið ekki að verða spenntar.... alveg að koma að ferðinni. Ég er og verð óskrifað blað. Ekkert að gerast ennþá og ég ekkert að bíða enda ennþá vika í settan dag. Sjáumst kannski:)
Knús og kossar, Ósk
Sælar,
Ég skal koma með bökunarkartöflur og eitthvað meðlæti með lambalærinu á laugardagskvöldið.
kv. Halla
Hæ skvísurnar mínar. Ég kemst því miður ekki í sumarbústaðinn!
Buhu;(
Góða skemmtun samt.
Bríet.
Mér sýnist matur og meðlæti vera klárt. Ég skal splæsa rauðvíni með lambalærinu. Kveðja, Kristín Birna
Var að kryddleggja lærið - nú fer að styttast í skemmtilega helgi!!! Ég kem líka með efni í sósugerð. Líst annars mjög vel á þetta allt saman. Kristín Birna, varstu kannski aftur að vinna rauðvínspott??? Hlakka til að sjá ykkur snúllurnar mínar. Kveðja, Margrét Harpa
Skrifa ummæli