Var að velta því fyrir mér í morgun þegar ég tók niður gardínurnar heima hjá mér svo smiðirnir gætu skipt um glugga hvað ég hef það gott. Ég er soldið í því á þessum síðustu og verstu að spöglera í því. Það er mjög mikilvægt að muna hvað maður getur þakkað fyrir og glaðst yfir þegar umræðan í samfélaginu er oftast með neikvæðum formerkjum. Ég reyni að vera frekar lausnamiðuð en einblína á vandamálin - svona í orði í það minnsta.Þess vegna verð ég með stærstu og flottustu eyrnalokkana í sumarbústaðnum um helgina! Þegar ég var að skoða eyrnalokkasafnið mitt í gær (sem er þó nokkuð) sá ég að ég á enga lokka sem mér þótti nógu stórir. Hvað gera bændur þá? Tvennt í stöðunni:
- a) fara í búð og kaupa stóra eyrnalokka eða
- b) föndra þá sjálf úr því sem til er í handraðanum heima.
1 ummæli:
Sömuleiðis
Skrifa ummæli