
Svona lítur jólatréð mitt út í dag (nema hvað það er sundurskorið ofan í kassa). Ég treysti mér ekki alveg í að skreyta það sjálf (svo ekki sé minnst á að setja það saman). Getur einhver komið og hjálpað mér? Vinnulaunin eru ekki há, heitt kakó og nýbakaðar engiferkökur að hætti Frú Stefaníu heitinnar. Ég ætla að skreyta tréð á miðvikudaginn, á milli 17 og 21. Gleðileg jól!
4 ummæli:
Æðislegt. Við Dagný brunum í bæinn af þessu tilefni enda Dagný lítill piparkökusjúklingur. Hlökkum til að sjá þig.
Svei mér þá ef ég og Ásgeir Skarphéðinn kíkjum ekki bara við líka. Ingveldur
...Þetta verður ábyggilega skemmtileg skemmtun. En þótt ótrúlega hljómi þá á ég að mæta í klippingu klukkan 19:30 í heimahúsi í Grafarholtinu annað kvöld.
Ég ætla því, því miður að segja pass við þessu góða boði.
kv. Jana
Takk fyrir boðið elsku Alla. Ég á því miður ekki ferð í bæinn í dag. Góða skemmtun ljúfurnar!
Skrifa ummæli