Sjá, ennþá rís stjarna, sem brennur björtust og mildust
á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands.
Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust
og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns.
Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,
Og klukknahringing og messur og bænagjörð,
Það er kannski heimskast og andstyggilegast af öll,
sem upp var fundið á þessari voluðu jörð.
Og ger þú nú snjallræði nokkuð, svo fólkið finni
Í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann;
Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni
og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.
Steinn Steinarr
2 ummæli:
Steinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og sérstaklega er það kaldhæðni hans sem heillar. Þetta kvæði er alveg frábært.
Ingveldur
Hrein og klár snilld :O)
Edda Kamilla
Skrifa ummæli