Ég er svo lánsöm á þessum síðustu og verstu að eiga margar góðar vinkonur sem mér þykir vænt um og þeim þykir vænt um mig. Ein af notalegri afþreyingum mínum er að eiga stund með þessum stelpum. Það er nú einu sinni þannig með ungar og athafnasamar konur að þær hafa ekki mikinn tíma utan vinnu, náms, heimilis, barna og maka svo það er langt síðan við höfum sest niður til að eiga góða stund bara stelpurnar, til að spjalla og hlægja.
Ég sakna þess hreinlega og væri meira en til í að finna laugardag þar sem við gætum hist, borðað saman léttan hádegisverð og bullað í góða stund, lesið í bolla og lagt hallærislegar spilaspár hver fyrir aðra til að forvitnast um hvenær draumaprinsinn skilar sér eða næsta barn fæðist, ný vinna eða utanlandsferð.
8.nóvember er dagsetning sem kemur upp í hugann og Selfoss er nokkurs konar miðsvæði - það mætti hafa samskot á matarborðið.
10 ummæli:
Æ hvað þetta hljómar notalega. Ég get boðið fram húsnæði undir slíkt bjóð ef vilji er fyrir hendi. Og skiptir þá ekki máli hvort þessi dagsetning verður fyrir valinu eða einhver önnur.
kv. Halla
Æ hvað þetta er falleg lesning og vil ég bara segja sömuleiðis við ykkur allar.
Spennandi hugmynd og algerlega í takt við það sem við Ósk ræddum um síðastliðna helgi. Ég bóka mig 8. nóvember :)
kv. Janus
Hljómar mjög kósí, ég stefni á að mæta.
Oh en yndisleg hugmynd og óska ég ykkur góðrar skemmtunar en við tókum að okkur að passa litlu 2 mánaða(verður það þá)frænku feðgana...meðan foreldrarnir skreppa á árshátíð, yfir nótt - hvað finnst ykkur um það??
Gurrý
Ég tek frá daginn, sonurinn ætti að geta verið í sveitinni á meðan.
Ég tek daginn frá.
Hlakka til að sjá ykkur.
Hæ yndislegu vinkonur. Ég tek daginn frá og hlakka til að hitta ykkur :)
En gaman. Hlakka til :)
Mér líst mjög vel á þetta, tek daginn frá! Knús til ykkar allra :o*
svei mér ef ég sé ekki bara í fríi, skelli minnisatriði í símann, þar sem margt vill gleymast hjá kellu, kveðja helga flosa.
Skrifa ummæli